2 dagar frá komu til Finnlands // Vika frá áætlaðari komu

No, katso, kuka meillä on täällä! 

 

Ég komst semsagt til Finnlands.

Ég vaknaði fyrir sólarupprás á föstudagsmorgunn, steig út í snævi þakinn Stokkhólminn og komst snuðrulaust upp í vél við hlið 13B á Arlanda flugvelli. FinnAir játaði á sig mistök og sögðu að þau hefði átt að hleypa mér í gegn frá upphafi. Fólk er eitthvað lítið í sér yfir þessum heimsfaraldri sögðu þau. Eða eitthvað álíka. Fékk enga almennilega skýringu á þessu. 

 

Síðan mætti ég á flugvöllinn í Helsinki (flugið tekur léttar 70 mínútur), labbaði í gegn um nánast tóman flugvöllinn, og fór síðan í röðina fyrir vegabréfaeftirlitið. Þar tók á móti mér ungur, vopnaður maður í einkennisbúning sem sagði mér nú að hinkra aðeins við, og lét mig síðan standa fyrir framan hann í 10 mínútur á meðan hann skoðaði gögnin mín. 

Sagði mér síðan að koma með sér og lét mig bíða inni í mannlausu, lokuðu herbergi í aðrar 7 mínútur. Kom síðan til baka, sagði að jú, þetta ætti nú að vera í lagi og þá dró ég loks andann. 

Selma mætti mér í miðbænum og gaf mér kakó og pulla. Pulla er ekki pulsa heldur snúður. 

Nú er ég í airbnb íbúð á meðan ég er í sóttkví. Íbúðina leigi ég af góðlegum manni sem kallar sig Bob, sem ég er búin að vera í heilmiklum samskiptum yfir netið. Eða, það hélt ég. Þegar ég kom í íbúðina sá ég að Bob hafði verið einkar iðinn við að merkja sér ýmsa muni í íbúðinni sinni. Bolla, skrautstjaka, vatnsflöskur, sjampóbrúsa - allt merkt með hans nafni í snyrtilegu letri. Það var þá sem ég áttaði mig á því að Bob er ekki maður, heldur fyrirtæki. 

Selma er búin að vera svo falleg að koma með vistir handa mér á meðan ég afplána einangrunina og á morgun fer ég síðan í finnskt COVID test. Allt er jú þá þrennt er. 

 

Næst fáið þið vonandi að lesa sögur af minna spennandi hlutum á þessu ferðalagi heldur en landamæraóróa. 

 

Sali oli dippu dippu dippu dippu dippu dillei! 

-Hallveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta tekur sinn tíma,  hefðir eins getað farið með Gullfossi:-)

Hrefna Róbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2021 kl. 18:51

2 identicon

Árabátur næst?

Unnur Lárusdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2021 kl. 15:04

3 identicon

Skellur að heyra að Bob hafi reynst úlfur í sauðargæru. Gott að þetta hafðist!

mbkv.

Tumi

Tumi Árnason (IP-tala skráð) 16.3.2021 kl. 10:17

4 Smámynd: Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir

Mikið er gott að vita af þér lentri í Finnlandi. Ég vissi að þetta myndi takast. Ég þakka þér aftur fyrir innlitið til Svíþjóðar. Kannski ljótt að segja en þetta vesen reyndist mér afar vel. Gott að sjá þig og hafa þig í Svíaríki í nokkra daga. 

Kærar kveðjur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, 18.3.2021 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hallveig Kristín Eiríksdóttir

Höfundur

Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Ferðablogg Hallveigar í Finnlandi 2021
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband