4 dagar frá áætlaðari komu til Finnlands // 1 dagur í brottför

Hej allihopa, 

 

Í gærmorgun fór ég í COVID-test hér í Svíþjóð, fyrir áætlað ferðalag mitt til Helsinki í fyrramálið. Þar sem ég er að forðast almenningssamgöngur ákvað ég að ferðast á fæti, en læknastöðin 50 mínútur í burtu. Prófið var kl 08:30 og Stokkhólmsbúar sem sáu mig þann morguninn hafa hugsað "Þarna fer hraust ung dama, að trimma samviskusamlega fyrir vinnu" en raunin var sú að ég var sein og þurfti að hlaupa alla leiðina. 

Þegar komið var að Arbetargatan 26 mættu þar mér snyrtilegir og jákvæðir læknar, sem rukkuðu mig 1495 SEK og buðu mér svo inn á einkastofu með inniröddinni. Og þar, kæru vinir, fékk ég afbragðsgott ráð frá góðri konu sem ég er spennt að deila með ykkur. 

"When the stick is down your nose, wiggle your toes!"

Og þetta gerði ég og viti menn, það var varla að ég finndi fyrir sýnatökupinnanum. Ég mæli eindregið með að öll fylgi þessu ráði sænska læknisins næst þegar þið farið í sýnatöku. 

Nú bíð ég með hjartað í buxunum eftir niðurstöðum, en þær taka um 36 klukkustundur að berast. 

Það væri nefninlega ákveðin synd að vera neitað um inngöngu í Finnland í þriðja sinn í þessari viku. 

 

Ha det så bra och vicka på tårna! 

-Hallveig 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Hallveig mín, og hilsen til Sverige. Þetta er nú meira ævintýrið. Mikið er ég ánægð að heyra hvað svíarnir eru kammó, nota inniröddina og hvílíkt ráð þetta með tásurnar, veldig bra! 10 stig! 
En þó svíarnir séu kósý krossa ég nú fingur og vona að þú farir nú að komast á áfangastað. Þú veist nú hvað þeir segja, allt er þegar þrennt er (og þá meina ég sko þá á þann veginn að nú reynir þú í hið þriðja sinni að komast til Finnlands og það heppnist, en ekki að nú verði þér neitað í þriðja sinn, he he he)

bestu

Snænfríþur Sónl

Snæfríður (IP-tala skráð) 11.3.2021 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hallveig Kristín Eiríksdóttir

Höfundur

Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Ferðablogg Hallveigar í Finnlandi 2021
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband