9.3.2021 | 15:47
2 dagar frá áætlaðari komu til Finnlands
Tjena,
Í dag er neikvæða COVID-19 prófið mitt formlega útrunnið.
Góðu fréttirnar eru þær að ég er komin í litla íbúð á Södermalm þar sem ég mun vinna fjarvinnu þangað til að ég fæ að vita eitthvað frá finnskum yfirvöldum, þar sem málið mitt er nú í ferli. Ég er búin leigja íbúðina næstu vikuna og get því verið hér róleg fyrir litlar 60.000 krónur, fyrirframgreiddar.
Enn betri fréttir eru þær að ég var að enda við að fá meldingu frá finnskum yfirvöldum um að ég megi víst koma til Finnlands og að það hafi verið gerð mistök á flugvellinum á sunnudaginn.
Þannig að ætli maður pakki ekki bara aftur ofan í tösku og fari að næla sér í nýtt COVID-19 próf!
Það sem stendur þó uppúr í dag er að ég að hitta góðvinkonu mína og bekkjarsystur Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur, sem er að passa hvolp. Hvolpurinn heitir Ture og er fimm mánaða.
Ha det bra,
Halllveig
Um bloggið
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hallveig.
Alltaf gott að hitta góðan hvolp.
Kveðja,
Struddi
Kristrún Emilía Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2021 kl. 18:07
Takk fyrir athugasemdina Struddi! Gaman að sjá þig hér.
Ég er alveg sammála!
Bestu kveðjur
Hallveig
Hallveig Kristín Eiríksdóttir, 9.3.2021 kl. 18:59
Sæl Hallveig,
ég hef mjög gaman að þessu bloggi.
Takk fyrir mig
Björg (IP-tala skráð) 9.3.2021 kl. 19:48
Sæl Björg,
Gaman að sjá þig hér!
Bestu kveðjur,
Hallveig
Hallveig Kristín Eiríksdóttir, 9.3.2021 kl. 22:04
Sæl Hallveig.
Ég held að það sé allt í lagi að nota Covid próf í nokkra daga eftir að það rennur út, þau skemmast víst ekki á settum degi ef þau eru geymd í ísskáp og þá síður ef þau hafa ekki verið opnuð. Nefið er besti þjónninn í þessum málum, bara að þefa og ef þú finnur enga lykt er örugglega enn í lagi með það eða þá að þú hefur misst lyktarskynið af sökum Covid.
Hej do!
P.s. leitt að heyra með fyrirframgreiðsluna á íbúðinni. Geturðu ekki framleigt hana til Trune, er fimm mánaða ekki aldurinn þar sem man flytur út í hundaárum?
Sigurgeir (IP-tala skráð) 10.3.2021 kl. 00:59
Sæll Sigurgeir!
Gaman að sjá þig hér!
Takk fyrir góð ráð, ég athuga þetta með lyktina. Ég asnaðist þó til að opna prófið þegar ég var á leiðinni hingað, var ekki búin að hugsa svo langt að ég gæti þurft á því að halda seinna.
Bestu kveðjur,
Hallveig
Hallveig Kristín Eiríksdóttir, 10.3.2021 kl. 08:13
Sæl Hallveig!
Bíð æsispenntur eftir frekari fregnum af þessu ævintýri, hvað gerist næst!?
Mbk.
dyggur lesandi
Tumi (IP-tala skráð) 10.3.2021 kl. 09:03
Sæll Tumi,
Gaman að sjá þig hér!
Hlakka til að setja inn nýja færslu eftir ævintýri dagsins!
Bestu kveðjur,
Hallveig
Hallveig Kristín Eiríksdóttir, 10.3.2021 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.