7.3.2021 | 22:27
Brottfarardagur
Þegar ég horfi yfir farinn veg þykir mér harla ótrúlegt að það sé ekki nema fyrir litlum sólarhring síðan sem ég stóð grunlaus í röðinni á Læknavaktinni, að bíða eftir PCR prófinu mínu.
Þá hafði ég mestar áhyggjur af því að ég myndi annarsvegar ekki ná að sofna um nóttina fyrir flugið og hinsvegar að mér yrði ekki hleypt upp í vélina til Finnlands út af einhverjum ófyrirséðum ástæðum. Það sem ég vissi ekki þá, var að ég hafði bara laukrétt fyrir mér.
Nú sit ég í kjallaraherbergi í Nacka í Stockhólmi, þar sem æskuvinkona úr grunnskólanum í Lundi hefur skotið yfir mig skjólshúsi. Í dag horfði ég á tvær flugvélar, sem í voru sæti með mínu nafni, leggja af stað án mín og eyddi síðan 45 mínútum í leigubíl með bílstjóra sem spilaði frekar góða tónlist.
Í kvöldmatinn fékk ég makkarónur og falafelbollur og í eftirmat heimabakaða klessuköku frá Helenu Hansen, velgjörðarkonu minni.
Morgundagurinn er logandi spurningarmerki en eitt veitt ég: Ég er í vitlausu landi.
Ha det så bra!
Hallveig
Um bloggið
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalegt að heyra af misförum þínum og leitt að þú sért í röngu landi, takk fyrir að deila þessu með okkur
Áslaug (IP-tala skráð) 7.3.2021 kl. 22:49
Takk fyrir að skrifa, gott að heyra að gott fólk sé að fylgjast með!
Bestu kveðjur
Hallveig
Hallveig (IP-tala skráð) 8.3.2021 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.