6.3.2021 | 21:51
1 dagur í brottför
Moika.
Í gær fór ég á Heilsugæsluna í Hlíðum, sem er staðsett í íbúðarhúsi í Drápuhlíð, mér til mikillar furðu. Þar skráði ég mig í Covid-tékk og greiddi einar 7500 krónur fyrir. Í morgun fór ég síðan klukkan 11 upp á Suðurlandsbraut og lét testa mig, og það glwður mig að segja frá því að þetta var besta strokan hingað til! Nú hef ég beðið eftir að fá vottorð fyrir neikvæðu Covid-19 prófi á Læknavaktinni í Hvassaleitinu í 1 klukkustund og 49 mínútur, og greitt 3100 krónur fyrir. Alls eru þetta því 10.600 krónur sem ég greiði fyrir þetta próf og verður það að kallast vægt gjald fyrir eitthvað jafn dýrmætt og að stíga út fyrir landsins steina.
Síðan er bara að sjá hvernig flugferðin gengur á morgun.
Bless bless.
-Hallveig
Um bloggið
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gjöf en ekki gjald!!!!!!!!
Áslaug Ellen Yngvadóttir (IP-tala skráð) 7.3.2021 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.