6.8.2024 | 18:07
Þremur árum síðar
Terve,
Þrjú ár og rúmlega það eru liðin frá því að ég bloggaði hérna síðast og það má með sanni segja að ótal margt hafi gerst síðan þá, en þá má helst nefna að eftir þessa stuttu heimsókn fyrir þremur árum þá sótti ég um nám hér og flutti til Finnlands, eignaðist barn sem fékk finnska kennitölu og er meira að segja búin að læra nokkur orð í finnsku.
En nærtækast er kanski að segja frá því að fyrir tveimur dögum tókst mér að næla mér í finnska gubbupest. Sú finnska er frekar svipuð þeirri íslensku, ef eylítið ágengari og verð ég að segja að þetta er ekki mín uppáhaldsupplifun hér í Finnlandi. Framar mætti telja nýjungar á borð við allskonar sánur, víkkaðan sjóndeildarhring, nýja vini, spennandi uppfærslur í leikhúsunum og gott veður. En þær verða ekki raknar hér því akkúrat núna kemst fátt að annað en vatnsglasið sem ég er að rembast við að koma ofan í mig og súpan sem Birnir eldaði en ég hef eingöngu náð að borða tvær skeiðar af.
Hyvät ajat,
Hallveig
Um bloggið
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrikalega gaman að fá að fylgjast með því sem á daga þína hefur drifið úti í Finnlandi, en guð hjálpi oss frá finnsku gubbupestinni. Vonandi er hægt að flæma hana á brott með smá súpu, og jafnvel einni glóðheitri sánu?
Tumi (IP-tala skráð) 7.8.2024 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.